Malmö Milos Milojevic tekur við sænska meistaraliðinu.
Malmö Milos Milojevic tekur við sænska meistaraliðinu.
Milos Milojevic fékk í gær í hendurnar eitt stærsta knattspyrnuþjálfarastarf Norðurlanda þegar hann var ráðinn til sænska meistaraliðsins Malmö.

Milos Milojevic fékk í gær í hendurnar eitt stærsta knattspyrnuþjálfarastarf Norðurlanda þegar hann var ráðinn til sænska meistaraliðsins Malmö. Hann tekur við af hinum íslenskættaða Jon Dahl Tomasson frá Danmörku en Malmö varð meistari undir hans stjórn 2020 og 2021.

Milos er 39 ára Serbi með íslenskt ríkisfang en hann var í tólf ár hér á landi sem leikmaður og þjálfari. Hann stýrði liðum Víkings og Breiðabliks í úrvalsdeild karla á árunum 2015 til 2017. Síðan þjálfaði hann Mjällby í Svíþjóð, var aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu og tók svo við Hammarby í Svíþjóð í sumar. Þaðan var hann rekinn í desember eftir að hafa farið í viðræður við Rosenborg í Noregi.