Allur Peter Bogdanovich heitinn.
Allur Peter Bogdanovich heitinn.
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Bogdanovich er látinn, 82 ára að aldri. Bogdanovich er hvað þekktastur fyrir kvikmyndir sínar The Last Picture Show , What's Up Doc? og Paper Moon en hóf feril sinn sem kvikmyndagagnrýnandi tímaritsins Esquire .
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Bogdanovich er látinn, 82 ára að aldri. Bogdanovich er hvað þekktastur fyrir kvikmyndir sínar The Last Picture Show , What's Up Doc? og Paper Moon en hóf feril sinn sem kvikmyndagagnrýnandi tímaritsins Esquire . Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði var vísindaskáldskaparmyndin Voyage to the Planet of Prehistoric Wome n frá árinu 1968 og sama ár kom út kvikmynd hans Targets sem var glæpamynd. Árið 1971 var The Last Picture Show frumsýnd með Jeff Bridges og Cybill Shepherd í aðalhlutverkum og hlaut sú átta tilnefningar til Óskarsverðlauna og hlaut tvenn. Ári síðar var önnur vinsæl kvikmynd frumsýnd, What's Up Doc? , sem ratað hefur á lista yfir bestu gamanmyndir sögunnar. Paper Moon frá árinu 1973 hlaut sjö verðlaun, þ.ám. ein Óskarsverðlaun. Síðasta frásagnarkvikmynd hans kom út árið 2014, She's Funny That Way og síðasta myndin hans var svo heimildarmynd um Buster Keaton frá árinu 2018.