— AFP
Jólum var fagnað í gær meðal þeirra sem tilheyra rétttrúnaðar- eða austurkirkjunni. Í þorpinu Pigrovo í Úkraínu, ekki langt frá Kænugarði, klæddust þessi börn þjóðbúningum og sungu jólasöngva.

Jólum var fagnað í gær meðal þeirra sem tilheyra rétttrúnaðar- eða austurkirkjunni. Í þorpinu Pigrovo í Úkraínu, ekki langt frá Kænugarði, klæddust þessi börn þjóðbúningum og sungu jólasöngva.

Muninn á því hvenær jól eru haldin má rekja til þess að árið 1582 tók gregoríanska tímatalið við af því júlíanska. Með nýju tímatali var leiðrétt skekkja, sem fygldi hinu fyrra. Skeikaði þar 14 dögum.

Austurkirkjan hélt sig við júlíanska tímatalið og hélt því áfram jafnvel þótt hið gregoríanska væri tekið upp í löndum þar sem hún hefur mest ítök fyrir utan Grikkland og Kýpur. Þar var farið bil beggja, jól haldin 25. desember, en færanlegar trúarhátíðir á borð við páska látnar fylgja júlíanska tímatalinu.

Í löndum á borð við Rússland, Serbíu, Rúmeníu og Úkraínu hófust jólin því í gær eins og reyndar meðal tilbeiðenda austurkirkjunnar víðast hvar um heiminn.