Landslið Jökull Andrésson leikur með enska liðinu Morecambe.
Landslið Jökull Andrésson leikur með enska liðinu Morecambe. — Morgunblaðið/Eggert
Markvörðurinn Jökull Andrésson var í gær valinn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu í fyrsta skipti.
Markvörðurinn Jökull Andrésson var í gær valinn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu í fyrsta skipti. Hann kemur í staðinn fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson sem þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla en Ísland mætir Úganda og Suður-Kóreu í vináttulandsleikjum á miðvikudag og laugardag. Jökull er 20 ára, er samningsbundinn Reading á Englandi en leikur sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni og hefur spilað tvo leiki með 21-árs landsliðinu.