Aðalsteinn Jónsson Var siglt í land í vikunni vegna smits um borð.
Aðalsteinn Jónsson Var siglt í land í vikunni vegna smits um borð. — Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Rúmlega hundrað sjómenn sem höfðu verið skimaðir fyrir brottför voru sendir í sóttkví eða einangrun eftir að Covid-19-smit kom upp í fimm skipum um sólarhring eftir að þau létu úr höfn.

Rúmlega hundrað sjómenn sem höfðu verið skimaðir fyrir brottför voru sendir í sóttkví eða einangrun eftir að Covid-19-smit kom upp í fimm skipum um sólarhring eftir að þau létu úr höfn.

Frystitogarinn Örfirisey RE lagði frá bryggju síðastliðinn sunnudag og var fyrstur til að þurfa að hætta við veiðar og sneri til hafnar á mánudag eftir að skipverjar greindust með hraðprófi um borð. Á þriðjudag var það Bergey VE sem sneri til hafnar í Vestmannaeyjum og á fimmtudag bættust Tómas Þorvaldsson GK, Aðalsteinn Jónsson SU og Júlíus Geirmundsson ÍS í hópinn.