— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Um hvað fjalla Hvunndagshetjur? Þeir eru um fólk sem hefur gefið til samfélagsins á óeigingjarnan hátt með ýmsum hætti. Þetta er fólkið sem hefur tekið þetta auka skref til að gera eitthvað gott og bæta samfélagið. Hvernig fannstu fólkið?
Um hvað fjalla Hvunndagshetjur?

Þeir eru um fólk sem hefur gefið til samfélagsins á óeigingjarnan hátt með ýmsum hætti. Þetta er fólkið sem hefur tekið þetta auka skref til að gera eitthvað gott og bæta samfélagið.

Hvernig fannstu fólkið?

Við kölluðum eftir hjálp frá almenningi og fengum mikið af ábendingum. Okkur langaði svo að heyra af fólki sem við hefðum kannski ekki heyrt mikið af áður. Ég fékk ótrúleg viðbrögð og hundruð tölvupósta. Við reyndum svo að hafa þetta fjölbreytt og velja fólk frá ýmsum sviðum samfélagsins. Þetta er ekkert allt einhverjir dýrlingar en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa á einhvern hátt bætt samfélagið með gjörðum sínum, stórum sem smáum. Við könnumst öll við svona fólk en veitum því kannski ekki alltaf athygli.

Hvernig var svo að fá fólkið til að vera með í þáttunum?

Það var í raun ekkert mál en það þurfti samt að sannfæra suma örlítið.

Talaðir þú við aðra en hvunndagshetjurnar?

Já, við ræðum líka við samferðarfólk hetjanna til þess að fá skýrari mynd af þeim.

Hvað kom helst á óvart?

Hvað margt fólk er að gera frábæra hluti. Það er mikið af fólki að gera óeigingjarna og fallega hluti til að gera samfélagið okkar að betri stað. Það veitir vonandi fólki innblástur að sjá að oft þarf ekki mikið til, til þess að láta gott af sér leiða.