Garðar í Holti með alvæpni.
Garðar í Holti með alvæpni. — AFP
Eining Málmgagnið Metal Global spurði Íslandsvininn Gary Holt, eða Garðar í Holti, eins og hann er kallaður í uppsveitum landsins, hvernig það væri fyrir hann, frjálslyndan mann að upplagi, að vera í hljómsveitinni Exodus með þremur yfirlýstum...
Eining Málmgagnið Metal Global spurði Íslandsvininn Gary Holt, eða Garðar í Holti, eins og hann er kallaður í uppsveitum landsins, hvernig það væri fyrir hann, frjálslyndan mann að upplagi, að vera í hljómsveitinni Exodus með þremur yfirlýstum íhaldssömum Trumpistum, Lee Altus, Jack Gibson og Steve Souza. Holt svaraði því til að það væri ekki flókið enda menn löngu orðnir sammála um að vera ósammála þegar kemur að pólitík og eyddu fyrir vikið ekki tíma í að rífast um þau mál. „Eigi að síður erum við bræður uns yfir lýkur. Þegar við erum komnir um borð í rútuna höfum við miklu meira yndi af því að ræða um Rainbow og UFO; hvort bandið sé betra. Það þýðir ekkert að ræða pólitík og trúmál við þá sem eru manni ósammála,“ segir Garðar.