Rakel Óttarsdóttir
Rakel Óttarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Icelandair Group hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra, þær Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Rakel Óttarsdóttur . Sylvía mun taka við sem framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála og Rakel sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar.

Icelandair Group hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra, þær Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Rakel Óttarsdóttur . Sylvía mun taka við sem framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála og Rakel sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar. Sylvía kemur til félagsins frá Origo þar sem hún hefur í eitt ár setið í framkvæmdastjórn en hún starfaði áður hjá Icelandair á árunum 2018 til 2021 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar leiðakerfis félagsins. Rakel kemur til Icelandair frá Alvotech þar sem hún var framkvæmdastjóri upplýsingatækni en áður var hún yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar. Sylvía og Rakel eru ráðnar til félagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem ráðist var í þegar ljóst var að Birna Ósk Einarsdóttir hygðist láta af störfum hjá félaginu.

Bogi Nils Bogason segir það fela í sér mikinn styrk að fá þær Sylvíu og Rakel til liðs við félagið. Reynsla þeirra innan og utan flugrekstrar muni nýtast vel.