Hermenn koma til aðstoðar.
Hermenn koma til aðstoðar.
Breska stjórnin hefur falið 200 manna hópi úr hernum að koma heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsum í London til aðstoðar vegna manneklu sem stafar af hraðri útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Breska stjórnin hefur falið 200 manna hópi úr hernum að koma heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsum í London til aðstoðar vegna manneklu sem stafar af hraðri útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá þessu í gær. Í hópnum sem herinn sendir eru 40 þjálfaðir bráðaliðar og 160 óbreyttir hermenn.

Á þriðjudaginn var sett nýtt met í fjölgun smita í Bretlandi þegar þau urðu nær 219 þúsund á einum sólarhring. Ekki hefur orðið fjölgun á innlögnum sjúklinga eða þörf fyrir gjörgæslurými vegna hrinunnar, en mikil smit á meðal heilbrigðisstarfsfólks hafa skapað vandræði í starfsemi sjúkrahúsanna.