Bingó Sigurður Þorri Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson himinlifandi með frábært bingókvöld og tónlistaratriði á mbl.is og Sjónvarpi Símans.
Bingó Sigurður Þorri Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson himinlifandi með frábært bingókvöld og tónlistaratriði á mbl.is og Sjónvarpi Símans. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Við erum alveg í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, sem stýrði fjölskyldubingói K100 og mbl.is í gærkvöldi ásamt Evu Ruzu.

„Við erum alveg í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, sem stýrði fjölskyldubingói K100 og mbl.is í gærkvöldi ásamt Evu Ruzu.

Fjölskyldubingóið sem notið hefur verulegra vinsælda hóf göngu sína á ný í gærkvöldi eftir hlé og verður vikulega hér eftir. Útsendinguna má nálgast á mbl.is og á Sjónvarpi Símans.

Þátttakan var með eindæmum góð.

„Ótrúlegur fjöldi spilara tók þátt í gleðinni með okkur og gefur þetta góðan byr inn í næstu þætti, segir Siggi Gunnars enn frekar.

Gestur kvöldsins var Páll Óskar Hjálmtýsson. „Páll Óskar stóð sig að venju eins og hetja við að halda uppi stuðinu. Hann er alltaf jafn frábær, sagði Siggi Gunnars að leik loknum.

„Við erum strax farin að hlakka til þess að keyra af stað aftur í næstu viku, klukkan 19!“

Bingóinu var flýtt að þessu sinni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í EM í handknattleik en verður framvegis klukkan 19.