Sókn Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttunni í gær.
Sókn Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttunni í gær. — Morgunblaðið/Skúli B. Sigurðsson
Nicolas Richotti var stigahæstur Njarðvíkinga þegar liðið vann öruggan 97:62-sigur gegn Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 13. umferð deildarinnar í gær.

Nicolas Richotti var stigahæstur Njarðvíkinga þegar liðið vann öruggan 97:62-sigur gegn Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 13. umferð deildarinnar í gær.

Richotti skoraði 21 stig í leiknum og tók sex fráköst en Atle Ndiaye var stigahæstur Akureyringa með 17 stig og fimm fráköst.

Njarðvík er með 18 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en topplið Keflavíkur, en Keflavík á leik til góða á Njarðvík.