Sauron hinn illi.
Sauron hinn illi.
Væntanleg þáttaröð Amazon byggð á Hringadróttinssögu JRR Tolkiens hefur verið hulin leyndarhjúpi en nú virðist örlítið gat komið á þann hjúp því The Guardian greinir frá því að þáttaröðin muni bera titilinn Lord of the Rings: The Rings of Power og því...

Væntanleg þáttaröð Amazon byggð á Hringadróttinssögu JRR Tolkiens hefur verið hulin leyndarhjúpi en nú virðist örlítið gat komið á þann hjúp því The Guardian greinir frá því að þáttaröðin muni bera titilinn Lord of the Rings: The Rings of Power og því ljóst að nokkrir hringar verða í spilinu.

Í yfirlýsingu frá umsjónarmönnum þáttanna, sk. „showrunners“ á ensku, segir að í þeim verði sameinaðar allar helstu sögur annarrar aldar Miðjarðar, hvernig hringarnir voru hertir í eldi og hvernig hinn myrki herra Sauron reis upp til valda. Þá verður einnig fjallað um síðasta bandalag álfa og manna. Með yfirlýsingunni fylgdi myndband sem sýnir titil þáttanna mótaðan af járnsmiði.

Áður en hringurinn eini kom til sögunnar voru sumsé margir til og hefjast sýningar á þáttunum á Amazon Prime Video 2. september næstkomandi.