Nemendur á tónleikum Félagsmenn í FT starfa í um 80 tónlistarskólum.
Nemendur á tónleikum Félagsmenn í FT starfa í um 80 tónlistarskólum. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum samþykktu nýjan kjarasamning Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær.

Kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum samþykktu nýjan kjarasamning Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær. Atkvæði greiddu 262 og var kjörsóknin 54,4% prósent. Já sögðu 190 eða 72,5%, nei sögðu 56 eða 21,3% og 16 skiluðu auðu.

Gildistími hins nýja kjarasamnings er frá 1. janúar sl. til 31. mars á næsta ári. Samningurinn kveður m.a. á um 25 þúsund kr. frá 1. janúar sl. í samræmi við lífskjarasamningana og 2,5% hækkun annarra launa og greiðslur 96 þús. kr. annaruppbóta 1. júní og 1. desember á þessu ári.

Í FT eru 530 félagsmenn í um 80 tónlistarskólum um land allt og er félagið eitt af sjö aðildarfélögum Kennarasambands Íslands. Í seinustu viku felldu félagsmenn í Félagi grunnskólakennara, sem einnig er aðildarfélag KÍ, nýgerðan kjarasamning þeirra með 73,1% atkvæða gegn 24,8%. omfr@mbl.is