Ellen Calmon
Ellen Calmon
Ellen Calmon borgarfulltrúi sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram um miðjan febrúar nk. Ellen tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020. Í tilkynningu segist hún vera ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar.

Ellen Calmon borgarfulltrúi sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram um miðjan febrúar nk.

Ellen tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020.

Í tilkynningu segist hún vera ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar. Þar hafi hún talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. Hún á m.a. sæti í íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði. Einnig er hún formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur Ellen tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu.