VEX I, framtakssjóður í stýringu hjá VEX, sem keypti nú í desember allt hlutafé í Opnum kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis, hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra.

VEX I, framtakssjóður í stýringu hjá VEX, sem keypti nú í desember allt hlutafé í Opnum kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis, hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Samanlögð velta félaganna árið 2021 var rúmlega fimm milljarðar króna og EBITDA rúmlega 300 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir einnig að rekstur félaganna skiptist í tvær megin stoðir; vélbúnaðarsölu og rekstur og hýsingu tölvukerfa. Í sameinuðu félagi verða rúmlega 120 starfsmenn með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Hluthafar félagsins eftir sameiningu verða eins og segir í tilkynningunni; VEX I, Fiskisund og félög í eigu starfsmanna. „Fyrirhuguð sameining við Premis gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu,“ segir Ragnheiður Harðar Harðardóttir, forstjóri Opinna kerfa.