Danmörk - Ísland EM 2022 dan isl
Danmörk - Ísland EM 2022 dan isl — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Þótt íslenska karlalandsliðið í handknattleik væri án sex sterkra leikmanna í gærkvöld veitti það heimsmeisturum Dana harða keppni á Evrópumótinu í Búdapest.

Þótt íslenska karlalandsliðið í handknattleik væri án sex sterkra leikmanna í gærkvöld veitti það heimsmeisturum Dana harða keppni á Evrópumótinu í Búdapest. Danir unnu að lokum fjögurra marka sigur, 28:24, og eru efstir í milliriðlinum ásamt Frökkum sem eru næstu mótherjar Íslendinga en liðin mætast á morgun klukkan 17.

Dönum gekk illa að ráða við Ómar Inga Magnússon sem skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið í gærkvöld og lagði upp fjölmörg önnur fyrir samherja sína. 2 og 30-31