Forseti Kevin Spacey var skrifaður úr þáttunum.
Forseti Kevin Spacey var skrifaður úr þáttunum. — AFP
Ég greindist með kórónuveiruna í síðustu viku og það má alveg segja sem svo að veiran hafi náð tökum á mér. Ég fékk háan hita, var slappur og algjörlega óvinnufær. Ég svaf mikið og af þeim sökum fór sólarhringurinn hjá mér í tóma vitleysu.

Ég greindist með kórónuveiruna í síðustu viku og það má alveg segja sem svo að veiran hafi náð tökum á mér. Ég fékk háan hita, var slappur og algjörlega óvinnufær. Ég svaf mikið og af þeim sökum fór sólarhringurinn hjá mér í tóma vitleysu.

Mér tókst hins vegar að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt og ég náði loksins að klára sjöttu og síðustu seríuna af „House Of Cards“ eða Spilaborg eins og þættirnir heita víst á íslensku.

Ég byrjaði að horfa á þessa þætti fyrir fimm árum og það var því löngu kominn tími á að klára þetta. Persónulega var ég alltaf að bíða eftir því að spilaborgin myndi hrynja en ásakanir um meint kynferðisbrot aðalleikarans Kevins Spaceys hafa eflaust sett höfunda þáttanna í mikil vandræði.

„Endaði þetta bara svona?“ hugsaði ég með mér eftir áttunda og síðasta þáttinn í síðustu seríunni. Ákveðin vonbrigði verð ég að segja og þættirnir hefðu vafalaust haft annan endi ef aðalleikarinn hefði haldið sig á mottunni.

Það er líka áhugavert hvernig áherslurnar í þáttunum breyttust algjörlega þegar kona var allt í einu í aðalhlutverki og ég væri alveg til í að sjá einhverja félagsfræðinga kryfja það mál í þaula.

Bjarni Helgason