Spenna Þeir voru góðir og þeir voru slæmir, kaflarnir í leik íslenska karlalandsliðsins á móti Dönum í gærkvöldi.
Spenna Þeir voru góðir og þeir voru slæmir, kaflarnir í leik íslenska karlalandsliðsins á móti Dönum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Sonja
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þrátt fyrir fjögurra marka tap gegn heimsmeisturum í handknattleik, Dönum, í gærkvöldi eru stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins hvergi af baki dottnir.

Þrátt fyrir fjögurra marka tap gegn heimsmeisturum í handknattleik, Dönum, í gærkvöldi eru stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins hvergi af baki dottnir.

Mikill fjöldi Íslendinga var á vellinum í Búdapest í gær þegar landsliðið lék fyrsta leik sinn í milliriðli Evrópumeistaramótsins. Hávaðinn og hvatningaróp Íslendinga yfirgnæfðu Danina. Á meðal stuðningsmanna í stúkunni voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og móðir Gísla Þorgeirs, og Hreiðar Levý Björnsson, fyrrum landsliðsmarkmaður, sem lék með liðinu sem fékk silfur á Ólympíuleikunum árið 2008.