Alls greindust 1.456 veirusmit innanlands í fyrradag. Þar af voru 57% þeirra í sóttkví við greiningu. Þá greindust 211 smit á landamærunum, 5.331 einkennasýni var greint og 1.795 sóttkvíarsýni. Á landamærunum voru 1.164 sýni greind. Alls eru 10.

Alls greindust 1.456 veirusmit innanlands í fyrradag. Þar af voru 57% þeirra í sóttkví við greiningu. Þá greindust 211 smit á landamærunum, 5.331 einkennasýni var greint og 1.795 sóttkvíarsýni. Á landamærunum voru 1.164 sýni greind.

Alls eru 10.803 í einangrun, sem er fjölgun um 166 á milli daga. Í gær voru 13.689 í sóttkví, sem eru 1.251 fleiri en í fyrradag. Þá voru 35 á sjúkrahúsi í gær, þar af þrír á gjörgæslu. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er komið upp í 4.464. Á landamærunum er nýgengið 399.

Framlenging lokunarstyrkja

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila. Frumvarpið felur í sér framlengingu lokunarstyrkja til þeirra sem hafa tímabundið þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaráðstafana og orðið af verulegum tekjum vegna þess. Lagt er til að úrræðið verði í öllum meginatriðum sambærilegt og gilt hefur um fyrri lokunartímabil í faraldrinum.

Þá verði hámarksfjárhæð lokunarstyrkja hækkuð úr 260 milljónum í 330 milljónir króna, sem er í samræmi við tímabundinn ramma ESB um ríkisaðstoð vegna faraldursins.