Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni, sem sat í gæsluvarðhaldi í 215 daga vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli, tæpar 11 milljónir króna í bætur. Maðurinn var ákærður í málinu en sýknaður af öllum sakargiftum.

Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni, sem sat í gæsluvarðhaldi í 215 daga vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli, tæpar 11 milljónir króna í bætur.

Maðurinn var ákærður í málinu en sýknaður af öllum sakargiftum. og höfðaði í kjölfarið skaðabótamál. Undir rekstri málsins í héraði féllst ríkið á að greiða manninum miskabætur að fjárhæð 3.990.000 krónur auk vaxta en Landsréttur dæmdi í gær ríkið til að greiða manninum sjö milljónir króna í miskabætur til viðbótar.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi glímt við áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíða sem rekja mætti til gæsluvarðhaldsins.