Staðan kom upp á heimsmeistaramótinu í hraðskák sem lauk fyrir skömmu í Póllandi. Sigurvegari mótsins, franski stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave (2.787) , hafði hvítt gegn egypskum kollega sínum, Bassem Amin (2.617) . 64. Kxe4??
Staðan kom upp á heimsmeistaramótinu í hraðskák sem lauk fyrir skömmu í Póllandi. Sigurvegari mótsins, franski stórmeistarinn
Maxime Vachier-Lagrave (2.787)
, hafði hvítt gegn egypskum kollega sínum,
Bassem Amin (2.617)
.
64. Kxe4??
hvítur hefði unnið eftir 64. Bf6! þar eð þá valdar hann h4-peðið ásamt því að bæta stöðu biskupsins. Framhaldið gæti t.d. orðið: 64.... Kf5 65. Be5! Kg4 66. Kxe4 Kxh4 67. f5 og hvítur vinnur.
64.... Kxh4 65. f5 gxf5+ 66. Kxf5 Kh3! 67. Kg5 h4 68. f4 Kg3! 69. f5 h3 70. Be5+ Kg2 71. f6 h2 72. f7 h1=D 73. f8=D Dc1+ 74. Bf4 Dc2
núna er komin upp staða sem er jafntefli enda getur hvítur ávallt þráskákað eða komið í veg fyrir að b-peð svarts renni upp í borð. Hins vegar teygði hvítur sig of langt.
75. Da8+ Kf2 76. Da7+ Ke2 77. De3+ Kf1 78. Bg3?? b2 79. Df3+ Kg1 80. Bf4 Dg2+
og hvítur gafst upp.