Sturla Orri Arinbjarnarson
Sturla Orri Arinbjarnarson
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræði og framkvæmdastjóri Sameindar, finnur sig knúinn til að bregðast við þeirri gagnrýni sóttvarnalæknis að hraðpróf veiti falska niðurstöðu við leit að kórónuveirunni.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræði og framkvæmdastjóri Sameindar, finnur sig knúinn til að bregðast við þeirri gagnrýni sóttvarnalæknis að hraðpróf veiti falska niðurstöðu við leit að kórónuveirunni. Sú gagnrýni kunni að vera réttmæt þegar um er að ræða hraðpróf hjá heilsugæslunni en eigi ekki við hraðprófin frá Siemens sem Sameind notar og reynst hafi vel. Þau hafi þannig alls ekki gefið falskar jákvæðar niðurstöður.

Bretar færa sig yfir í hraðpróf

„Prófin okkar hafa mjög vel náð að greina veiruna hjá einstaklingum sem eru með mikið magn af veirunni og miðlungsmagn. Bretar eru til dæmis að færa sig meira yfir í hraðpróf þar sem PCR-prófin eru mjög dýr,“ segir Sturla Orri.

Hann segir að í mars eða apríl muni lyfjaframleiðandinn Pfizer kynna breytta útgáfu af bóluefni sem taki á Ómíkron-afbrigðinu. baldura@mbl.is