Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Heiðar Austmann minnist Meat Loafs, sem er einn af uppáhaldstónlistarmönnum hans, eins og svo margir aðrir um þessar mundir, en tónlistargoðsögnin er nú látin.
Í samtali við K100.is rifjar Heiðar upp hvernig honum áskotnaðist persónuleg eiginhandaráritun frá átrúnaðargoði sínu þegar hann var 10 ára.
Meat Loaf hélt tónleika hér á landi í október 1987 og dvaldi á Holiday inn þar sem Gunni, bróðir Heiðars, vann sem dyravörður og hitti átrúnaðargoð bróður síns nokkrum sinnum.
Nánar er fjallað um málið á K100.is.