Barátta Fram og Valur berjast á toppi úrvalsdeildarinnar.
Barátta Fram og Valur berjast á toppi úrvalsdeildarinnar. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Ekkert verður af því að Valur og Fram, tvö efstu liðin í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, mætist í dag í Origo-höllinni á Hlíðarenda í 13. umferð deildarinnar eins og til stóð.

Ekkert verður af því að Valur og Fram, tvö efstu liðin í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, mætist í dag í Origo-höllinni á Hlíðarenda í 13. umferð deildarinnar eins og til stóð.

Leiknum hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirusmita og í tilkynningu HSÍ segir að nýr leikdagur verði fundinn fljótlega.

Framarar eru með 21 stig í efsta sæti deildarinnar og hafa fimm stiga forskot á Val sem er með 16 stig en Valskonur eiga leik til góða á Framara.