Tekjustig og þróun tekna innan atvinnugreina er mjög mismunandi að því er fram kemur í Hagsjá Landsbaknans. „Að meðaltali hafa tekjur allra á vinnumarkaði hækkað um rúm 25% frá 2015, mest í opinberri stjórnsýslu, eða um rúm 41%.

Tekjustig og þróun tekna innan atvinnugreina er mjög mismunandi að því er fram kemur í Hagsjá Landsbaknans. „Að meðaltali hafa tekjur allra á vinnumarkaði hækkað um rúm 25% frá 2015, mest í opinberri stjórnsýslu, eða um rúm 41%. Þar á eftir koma ferðaþjónustan og heild- og smásala. Af þessum greinum er fjármála- og vátryggingastarfsemin með töluverða sérstöðu og þar hafa tekjurnar hækkað mun minna en í hinum greinunum,“ segir í greininni þar sem byggt er á gögnum Hagstofunnar.

Bent er á að á milli fyrstu tíu mánaða áranna 2020 og 2021 hækkuðu staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði um 8,4%. Þegar meðallaun í hinum ýmsu atvinnugreinum eru reiknuð án tillits til mismunandi vinnumagns starfsmana kemur í ljós að tekjurnar hafa þróast með mismunandi hætti eftir atvinnugreinum. Meðaltekjurnar voru langhæstar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og í sjávarútvegi en meðaltekjur í þessum greinum eru meira en tvöfalt hærri en að meðaltali á vinnumarkaðinum.

Á milli tíu fyrstu mánaða 2020 og 2021 hækkuðu tekjur í ferðaþjónustu um 8,6% og um 6-7% í sjávarútvegi, opinberri stjórnsýslu og í heild- og smásölu. Meðaltekjur á mánuði í fjármála- og vátryggingastarfsemi voru 924 þúsund frá janúar til október á sl. ári, 898 þúsund í sjávarútrvegi og 591 þúsund í opinberri stjórnsýslu og 477 þúsund í ferðaþjónustu. omfr@mbl.is