A gulum blöðum. A-Allir Norður &spade;D72 &heart;G1075643 ⋄K7 &klubs;52 Vestur Austur &spade;K9653 &spade;1084 &heart;Á96 &heart;8 ⋄D5 ⋄Á863 &klubs;1064 &klubs;ÁKD75 Suður &spade;ÁG &heart;KD2 ⋄G10942 &klubs;G98 Suður spilar...

A gulum blöðum. A-Allir

Norður
D72
G1075643
K7
52

Vestur Austur
K9653 1084
Á96 8
D5 Á863
1064 ÁKD75

Suður
ÁG
KD2
G10942
G98

Suður spilar 5.

„Nú þegar Gölturinn er farinn í sólarfrí til Elbu datt mér í hug hvort við gætum ekki notað tímann til að fletta í gömlum skræðum.“ Magnús mörgæs lagði þykkan bunka af gulnuðum blöðum á borðið fyrir framan ugluna: „Þetta eru nótur frá Herði Þórðarsyni um Evrópumótið í Stokkhólmi 1956.“

Hörður og Einar Þorfinnsson voru hér að spila við Svíana Niels-Olof Lillehöök og Jan Wohlin. Einar vakti á 1 í austur og Wohlin í suður sagði 1 á hjónin þriðju! Hörður sagði 1 og Lillehöök 2 á sexlitinn. Einar sagði 3 – pass, pass og 3 hjá Lillehöök. Og allir pass (140 í NS).

Á hinu borðinu sögðu Einar Werner og Rudolf Koch 4 í AV og unnu. Þar kom Lárus Karlsson inn á 1 yfir laufopnun austurs, vestur sagði 1 og Árni M. Jónsson barðist í 2 – pass og pass og 2 hjá Werner, sem Koch hækkaði í fjóra (650 í AV).