Fögnuður Leikmenn Íslands fagna innilega eftir sigurinn magnaða á Frökkum. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var maður leiksins og samherjar hans hylltu hann um leið og leik lauk.
Fögnuður Leikmenn Íslands fagna innilega eftir sigurinn magnaða á Frökkum. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var maður leiksins og samherjar hans hylltu hann um leið og leik lauk. — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Liðið vann stórkostlegan 29:21-sigur á Frökkum á Evrópumótinu á laugardag en það gefst lítill tími til að fagna.

Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Liðið vann stórkostlegan 29:21-sigur á Frökkum á Evrópumótinu á laugardag en það gefst lítill tími til að fagna.

Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 klukkan 14.30 í Búdapest í dag. Króatar hafa oft verið betri en liðið er stigalaust á botni riðilsins. Í fimm leikjum á mótinu hefur Króatía unnið tvo og tapað þremur en Ísland hefur unnið fjóra og aðeins tapað einum. Íslandi hefur hins vegar gengið illa gegn Króatíu í gegnum tíðina og tapað sex síðustu leikjum liðanna. Síðast mættust þau á HM 2019 og vann Króatía þá 31:27-sigur.

Leikmannahópur Íslands hefur tekið breytingum frá leiknum gegn Frakklandi því Daníel Þór Ingason er smitaður af kórónuveirunni og er níundi leikmaður íslenska liðsins sem er úr leik vegna veirunnar. Haukamennirnir Darri Þór Aronsson og Þráinn Orri Jónsson eru hins vegar komnir til Búdapest og verða í hópnum í dag. 8 og 26-27