Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum annað kvöld. Að vanda er sýnt beint frá athöfninni í Ríkissjónvarpinu.
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum annað kvöld. Að vanda er sýnt beint frá athöfninni í Ríkissjónvarpinu. Í flokki skáldverka eru tilnefnd Arnaldur Indriðason fyrir Sigurverkið, Guðni Elísson fyrir Ljósgildruna, Hallgrímur Helgason fyrir Sextíu kíló af kjaftshöggum, Kamilla Einarsdóttir fyrir Tilfinningar eru fyrir aumingja, og Svikaskáld, sem eru Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir, fyrir Olíu.