Sjö Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með sjö mörk.
Sjö Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með sjö mörk. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan 34:24-útisigur á Aftureldingu í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Sigurinn var afar kærkominn fyrir norðankonur eftir þrjú töp í röð. KA/Þór fór upp fyrir Hauka og upp í þriðja sætið með sigrinum.

Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan 34:24-útisigur á Aftureldingu í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Sigurinn var afar kærkominn fyrir norðankonur eftir þrjú töp í röð. KA/Þór fór upp fyrir Hauka og upp í þriðja sætið með sigrinum.

Á laugardag hafði ÍBV betur gegn Haukum, 29:27, í afar sveiflukenndum leik. Eyjakonur eru með átta stig en með leiki til góða á liðin fyrir ofan og getur liðið hæglega komist í fjögur efstu sætin, sem gefa þátttökurétt í úrslitakeppninni.