Kom inn í útsendingu frá HM á Spáni og þjóðsöngvar sungnir. Þær dönsku byrjuðu engilblítt: Vort yndis ættarland með ilm í beykilundum og akra um víðan völl.

Kom inn í útsendingu frá HM á Spáni og þjóðsöngvar sungnir. Þær dönsku byrjuðu engilblítt:

Vort yndis ættarland

með ilm í beykilundum

og akra um víðan völl.

Og þær héldu áfram í kvöldkyrrðinni:

Við Eystrasaltsins sund og sker,

gamla Danmörk goðin sér

og fagra Freyjuhöll.

Þær frönsku heldur grimmari:

Fylkið föðurlandsvinir,

frægð ykkar bíður senn.

Mót berjast bölvaðir hinir,

blóðþyrstir harðstjórnarmenn.

Og áfram:

Þeir brytja vilja börn og konur,

bregð til varna landsins sonur.

Hertu svo á:

Höggvum fjendur fljótt,

svo flæði blóðið skjótt

og vökvi akra fríða

og vínrein upp til hlíða.

Drjúgt í vígamóð

drjúpa látum blóð.

Þær dönsku hafa vonandi ekki skilið textann.

Danir voru yfir mestallan leikinn en töpuðu með einu stigi.

Marseillaisinn hafði vinninginn, hertur í mörgu stríði og byltingum.

Sunnlendingur.