Gríðarvinsælir Þættirnir Squid Game slógu í gegn í fyrra á Netflix.
Gríðarvinsælir Þættirnir Squid Game slógu í gegn í fyrra á Netflix.
Veldi streymisveitunnar Netflix fer sívaxandi og var greint frá því fyrir helgi að áskrifendur væru nú orðnir tæpar 222 milljónir á heimsvísu.

Veldi streymisveitunnar Netflix fer sívaxandi og var greint frá því fyrir helgi að áskrifendur væru nú orðnir tæpar 222 milljónir á heimsvísu.

Á vefnum digitaltrends kemur fram að þeim hafi fjölgað um 8,28 milljónir milli ársfjórðunga og um 8,9% milli ára. Er þessi vöxtur eða fjölgun áskrifta m.a. þakkaður annarri þáttaröð The Witcher sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og nýrri þáttaröð You . Hinir ógnarvinsælu þættir Squid Game slógu í gegn í fyrra og framhald þeirra er væntanlegt. Engir þættir í sögu Netflix hafa fengið annað eins áhorf. Þá hafa spænsku þættirnir La Casa de Papel , eða Money Heist á ensku, einnig verið gríðarvinsælir.

En þrátt fyrir fjölgun áskrifta hefur Netflix nú hækkað áskriftarverðið hjá sér í Norður-Ameríku og er dýrasta áskriftin nú 20 dollarar á mánuði. Er þetta þriðja hækkunin á áskriftarverði frá árinu 2019. Á móti kemur að Netflix ver sífellt hærri fjárhæðum í framleiðslu á efni, eins og greint er frá á vefnum The Verge .