Lygilegum leik Íslands og Frakklands á EM í handknattleik í Búdapest lauk á viðeigandi hátt þegar Viktor Gísli Hallgrímsson varði vítakast þegar leiktíminn var útrunninn.
Lygilegum leik Íslands og Frakklands á EM í handknattleik í Búdapest lauk á viðeigandi hátt þegar Viktor Gísli Hallgrímsson varði vítakast þegar leiktíminn var útrunninn. Íslensku leikmennirnir ruku til Viktors til að fagna óvæntum stórsigri, 29:21, eins og íshokkímenn gera, en í þeirri íþrótt er markvörðurinn afar mikilvægur rétt eins og í handboltanum. Átta reyndustu leikmenn Íslands voru fjarverandi vegna kórónuveirusmits en það kom ekki að sök. Ísland er í öðru sæti milliriðils I með fjögur stig, eins og Frakkland. 26