— AFP
Umfangsmikil sýning helguð rapparanum Tupac Shakur, Tupac Shakur. Wake Me When I'm Free, stendur nú yfir í The Canvas í L.A. Live í Los Angeles.
Umfangsmikil sýning helguð rapparanum Tupac Shakur, Tupac Shakur. Wake Me When I'm Free, stendur nú yfir í The Canvas í L.A. Live í Los Angeles. Er þar fjallað í máli og myndum um Shakur heitinn sem var rappari og aðgerðasinni og mikill baráttumaður fyrir réttindum þeldökkra. Sýningin var unnin í samstarfi við dánarbú rapparans sem lést eftir skotárás árið 1996. Shakur naut mikilla vinsælda á sínum tíma en komst einnig í kast við lögin fyrir ýmis brot. Á myndinni má sjá sýningargest lesa texta Shakurs við lagið In The Event Of My Demise og í bakgrunni sést portrettmynd af rapparanum.