Vatnsendahæð Búið er að rífa og fjarlægja gömlu útvarpsstöðina og flest möstrin. Eitt mastur stendur eftir til minja um fyrstu útvarpssendinguna.
Vatnsendahæð Búið er að rífa og fjarlægja gömlu útvarpsstöðina og flest möstrin. Eitt mastur stendur eftir til minja um fyrstu útvarpssendinguna. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lokið hefur verið við að rífa gömlu útvarpsstöðina á Vatnsendahæð og möstrin sem þar voru. Eitt útvarpsmastur verður eftir til minja um starfsemina sem þar var auk þess sem það þjónar byggðinni í kring.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Lokið hefur verið við að rífa gömlu útvarpsstöðina á Vatnsendahæð og möstrin sem þar voru. Eitt útvarpsmastur verður eftir til minja um starfsemina sem þar var auk þess sem það þjónar byggðinni í kring. Settur verður upp trépallur með bekkjum við mastrið ásamt upplýsingaskilti um starfsemina sem þarna hefur verið og útbúið útivistar- og leiksvæði.

Ríkið átti land undir mannvirkjunum efst á Vatnsendahæð en hefur nú selt Kópavogsbæ það. Bærinn er að skipuleggja íbúðabyggð allt í kring, um 500 íbúðir, sem byggð verður upp í áföngum.

Unnið að frágangi svæðisins

Efst á hæðinni stóð hús, gamla útvarpsstöðin, sem var orðið ónýtt. Ákveðið var að rífa það og útvarpssmöstrin enda búið að flytja sendibúnað RÚV upp á Úlfarsfell.

Verktaki hefur unnið að því og er búið að fjarlægja mannvirkin. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að áfram verði unnið að frágangi svæðisins og að bera möl ofan í það. Raunar er eftir að fjarlægja eitt mastur sem er aðeins lengra frá en það verður einnig gert enda á að rísa einbýlishús þar.

Þórhallur segir að við hlið mastursins sem fær að standa verði trépallur með bekkjum og skilti með fróðleik um starfsemina á svæðinu. Þá verði útbúið útivistarsvæði og leiksvæði fyrir börn.

Neyðarlínan stendur fyrir þessum framkvæmdum, fyrir hönd ríkisins, í samvinnu við RÚV og Kópavogsbæ.