Spilað Notandi prófar nýjasta leik Solid Clouds; Starborne: Frontiers.
Spilað Notandi prófar nýjasta leik Solid Clouds; Starborne: Frontiers. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds, segir að á næsta ári gætu orðið þau tímamót í íslenskum tölvuleikjaiðnaði að fjöldi þeirra sem vinna í iðnaðinum hér á landi yrði samtals meiri en hjá tölvuleikjafyrirtækinu...

Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds, segir að á næsta ári gætu orðið þau tímamót í íslenskum tölvuleikjaiðnaði að fjöldi þeirra sem vinna í iðnaðinum hér á landi yrði samtals meiri en hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

435 starfandi í greininni

Stefán segir að núna séu sex veigameiri tuttugu plús manna tölvuleikjafyrirtæki starfandi á Íslandi. Það sé mikil breyting frá því fyrir nokkrum árum þegar CCP var nánast eina tölvuleikjafyrirtæki landsins. Til sé að verða klasi fyrirtækja.

Samkvæmt áætlun Icelandic Game Industry, IGI, sem Stefán Þór vísar til, voru samtals 435 starfandi í greininni í lok árs 2021.

Í samtali við ViðskiptaMoggann ítrekar Stefán mikilvægi þess að iðnaðurinn geti vaxið. Óskastaðan væri að fá 8-10 tæknifyrirtæki inn í kauphöllina. Það komi bæði fyrirtækjunum og fjárfestum betur. Markaðurinn verði sterkari, meira lifandi og fjölbreyttari.