Í dag er öld frá fæðingu hins áhrifamikla myndlistar- og fræðimanns Harðar Ágústssonar. Af því tilefni verður opnuð á Mokkakaffi í dag sýning á úrvali ljósmynda sem Hörður tók á árunum 1964-1965.
Í dag er öld frá fæðingu hins áhrifamikla myndlistar- og fræðimanns Harðar Ágústssonar. Af því tilefni verður opnuð á Mokkakaffi í dag sýning á úrvali ljósmynda sem Hörður tók á árunum 1964-1965. Myndirnar eru úr safni mynda sem Hörður kallaði Smáheima og eru gerðar eftir litskyggnum sem hann tók af náttúrulegum og manngerðum fyrirbærum eins og frosnu vatni, sandfjöru eða veggjum. Þær vísa til einhvers konar abstrakt forma, ýmist geómetrískra eða ljóðrænna. Hörður var í framvarðarsveit íslenskrar myndlistar frá því að hann kom heim úr námi í Frakklandi 1952. Hann vann auk þess markvert starf á sviði hönnunar bóka, tímarita og auglýsinga. Hann var skólastjóri MHÍ um tíma og var líka mikilvirkur fræðimaður á sviði íslenskrar húsagerðarsögu.