Vítabani Grabaski var hetja Egypta þegar hann varði tvær vítaspyrnur.
Vítabani Grabaski var hetja Egypta þegar hann varði tvær vítaspyrnur. — AFP
Egyptaland tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik Afríkumótsins í knattspyrnu með því að slá heimamenn í Kamerún út eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum.

Egyptaland tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik Afríkumótsins í knattspyrnu með því að slá heimamenn í Kamerún út eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum.

Kamerúnar klúðruðu þremur af fjórum vítaspyrnum sínum og þar af varði Grabaski í marki Egypta tvær þeirra. Egyptar skoruðu hins vegar úr öllum þremur spyrnum sínum og unnu 3:1. Egyptaland og Senegal mætast í úrslitaleik mótsins á sunnudag þar sem Liverpool-mennirnir Sadio Mané og Mohamed Salah munu etja kappi.