Öflug Elísabeth Ýr Ægisdóttir lék vel fyrir Hauka í gærkvöldi.
Öflug Elísabeth Ýr Ægisdóttir lék vel fyrir Hauka í gærkvöldi. — Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Í gærkvöldi unnu Haukar góðan 88:77-sigur á Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ólafssal á Ásvöllum.

Í gærkvöldi unnu Haukar góðan 88:77-sigur á Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ólafssal á Ásvöllum.

Með sigrinum minntu Haukar á sig í toppbaráttunni enda aðeins fjórum stigum á eftir Njarðvík og Fjölni í efstu tveimur sætunum og með tvo leiki til góða.

Stigahæst í leiknum var Aliyah Mazyck hjá Fjölni, en hún skoraði 26 stig. Stigahæst Hauka var Keira Robinson með 25 stig og þá skoraði Dagný Lísa Davíðsdóttir 24 stig fyrir Fjölni.