Mættur Hinn 19 ára gamli Harvey Elliott er mættur aftur eftir meiðsli.
Mættur Hinn 19 ára gamli Harvey Elliott er mættur aftur eftir meiðsli. — AFP
Liverpool er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3:1-sigur á Cardiff í gær. Góður dagur varð enn betri fyrir Liverpool þegar Harvey Elliott kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja markið á 76. mínútu.

Liverpool er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3:1-sigur á Cardiff í gær. Góður dagur varð enn betri fyrir Liverpool þegar Harvey Elliott kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja markið á 76. mínútu. Hinn 18 ára Elliott hafði verið frá keppni vegna meiðsla frá því í september, en hann er einn efnilegasti leikmaður liðsins.

Manchester City vann þægilegan 4:1-sigur á Fulham á laugardag en Chelsea lenti í töluvert meira basli því liðið rétt marði C-deildarlið Plymouth Argyle á heimavelli. Úrslitin réðust í framlengingu og gat Plymouth jafnað með marki úr víti í blálokin en Kepa Arrizabalaga varði og bjargaði sínum mönnum. Chelsea mætir Luton á útivelli í næstu umferð, sem gæti verið sýnd veiði en ekki gefin.

Þá vann gamla stórveldið Nottingham Forest, sem leikur nú í B-deildinni, magnaðan 4:1-sigur á Leicester úr úrvalsdeildinni á heimavelli. Leikmenn Forest kunna vel við sig í elstu bikarkeppni heims, því liðið vann Arsenal í síðustu umferð. Þá vann Tottenham öruggan 3:1-heimasigur á Brighton þar sem Harry Kane skoraði tvö mörk. Manchester United féll úr leik gegn Middlesbrough á föstudag.