Útskrift 208 brautskráðust og níu hlutu verðlaun eða viðurkenningu.
Útskrift 208 brautskráðust og níu hlutu verðlaun eða viðurkenningu. — Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík
208 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn á laugardag. Þá voru 122 nemendur brautskráðir úr grunnámi, 51 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi. 34 útskrifuðust úr diplómunámi.

208 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn á laugardag. Þá voru 122 nemendur brautskráðir úr grunnámi, 51 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi. 34 útskrifuðust úr diplómunámi.

Af tæknisviði skólans útskrifuðust alls 126 nemendur og samtals útskrifuðust 82 af samfélagssviði.

Rektor HR, dr. Ragnhildur Helgadóttir, ávarpaði útskriftarnema við athöfnina og nefndi í hátíðarávarpi sínu margþætt hlutverk háskóla í samfélaginu.

Verðlaun Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur hlutu þau Bessí Þóra Jónsdóttir í hagfræði og stjórnun, Líney Dan Gunnarsdóttir í lögfræði, Ester Elísabet Gunnarsdóttir í heilbrigðisverkfræði, Elva Björk Pálsdóttir í sálfræði, Alexander Snær Stefánsson í tölvunarfræði og Júlíana Ingimundardóttir í rafmagnstæknifræði.

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, afhenti nemendunum verðlaunin.

Viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins fyrir framúrskarandi námsárangur hlutu þau Andri Þorláksson í rafmagnsverkfræði, Kristófer Ingi Maack í rafmagnstæknifræði og Jón Eiríkur Jóhannsson sem útskrifaðist með diplómu í rafiðnfræði.

Júlíana Ingimundardóttir, BSc í rafmagnstæknifræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.