Æfing Fótboltakrakkar úr Stjörnunni og af Álftanesi á fyrstu æfingunni í Miðgarði sl. laugardag. Fjölbreytt starfsemi fær inni í byggingunni nýju.
Æfing Fótboltakrakkar úr Stjörnunni og af Álftanesi á fyrstu æfingunni í Miðgarði sl. laugardag. Fjölbreytt starfsemi fær inni í byggingunni nýju.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrsta æfingin í Miðgarði, nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ, var tekin á laugardagsmorgun. Ungir knattspyrnuiðkendur úr yngstu flokkum Stjörnunnar og Ungmennafélags Álftaness æfðu um morguninn.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Fyrsta æfingin í Miðgarði, nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ, var tekin á laugardagsmorgun. Ungir knattspyrnuiðkendur úr yngstu flokkum Stjörnunnar og Ungmennafélags Álftaness æfðu um morguninn. Þá reyndu gönguhópar úr félögum eldri borgara göngu- og skokkbraut sem liggur um svalirnar á húsinu.

Miðgarður og mannfólkið

Framkvæmdir við húsið í Vetrarmýri hófust í byrjun árs 2019 og voru í höndum ÍAV sem Garðabær samdi við eftir niðurstöðu í alútboði. ASK arkitektar og Verkís verkfræðistofa hönnuðu húsið, en heildarkostaður við byggingu þess er um fjórir milljarðar kr. Þetta er ein stærsta framkvæmd og fjárfesting sem Garðabær hefur nokkru sinni ráðist í.

Nafn hússins, Miðgarður, var tilkynnt formlega á dögunum en það er fengið úr niðurstöðum nafnasamkeppni. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Slíkt rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni, segir í tilkynningu frá Garðaæ.

Knattspyrnuvöllur í fullri stærð

Miðgarður er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð. Þá er í húsinu klifurveggur auk teygju- og upphitunaraðstöðu og fyrsta flokks þrekæfingaaðstöðu, ásamt stoðrýmum. Stærð íþróttasalar er um 80x120 m og um 800 áhorfendur geta verið á svölum íþróttasalarins. Í hliðarrýmum sunnan megin í byggingunni eru tvær óráðstafaðar hæðir um 1.500 fermetrar að stærð hvor um sig þar sem er gert ráð fyrir heilsutengdri starfsemi. Samtals er flatarmál hússins um 18.200 fermetrar.