Elísabet II. Bretlandsdrottning
Elísabet II. Bretlandsdrottning
Elísabet II.

Elísabet II. Bretlandsdrottning varð í gær fyrsti þjóðhöfðingi Bretlands til þess að vera við stjórnvölinn í sjötíu ár og tilkynnti í kjölfarið að það væri „einlæg ósk“ hennar að Kamilla, eiginkona Karls Bretaprins, fengi drottningartitilinn þegar Karl verður konungur. Elísabet sagðist vona að þegar Karl og Kamilla taka við krúnunni muni þau njóta jafn mikils stuðnings og hún hefur gert, á þeim sjötíu árum sem hún hefur verið við völd. Karl Bretaprins sagðist vera djúpt snortinn og ósk móður hans væri mikill heiður bæði fyrir hann og Kamillu. Hann hrósaði líka eiginkonu sinni í hástert og þakkaði henni fyrir stuðninginn í gegnum árin. logis@mbl.is