Velferð Sýningin opnuð. Konur segja sögur sínar þar á myndum.
Velferð Sýningin opnuð. Konur segja sögur sínar þar á myndum.
Í Kringlunni í Reykjavík hófst um helgina ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? Þetta er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini.

Í Kringlunni í Reykjavík hófst um helgina ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? Þetta er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Þátttaka kvenna í þessum skimunum hefur farið minnkandi síðustu ár. Eftir flutning skimana fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslunnar í upphafi síðasta árs komu upp vandkvæði sem nú hafa verið leyst. „Við höfum lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í lag,“ segir í tikynningu, haft eftir Ágústi Inga Ágústssyni, yfirlækni samhæfingarmiðstöðvar.

Þegar Heilsugæslan tók við leghálsskimunum í ársbyrjun 2021 var HPV-frumskimun innleidd eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Talið er að um 80% kvenna smitist af HPV. Sé sýkingin viðvarandi aukast líkur á forstigsbreytingum og síðar krabbameini sé ekkert að gert.

Í hópi kvennanna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og Þuríður Sigurðardóttir söngkona. Sýningin stendur út febrúar í Kringlunni auk þess sem hún er á netinu. sbs@mbl.is