Leit Björgunarsveitarmenn leituðu á Þingvallavatni frá því í gærmorgun og fram á kvöld. Öll líkin eru nú fundin og verða sótt við fyrsta tækifæri.
Leit Björgunarsveitarmenn leituðu á Þingvallavatni frá því í gærmorgun og fram á kvöld. Öll líkin eru nú fundin og verða sótt við fyrsta tækifæri. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Lík þeirra fjögurra sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í sunnanverðu Þingvallavatni fundust öll í gærkvöldi.

Inga Þóra Pálsdóttir

ingathora@mbl.is

Lík þeirra fjögurra sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í sunnanverðu Þingvallavatni fundust öll í gærkvöldi.

„Búið er að finna og staðsetja líkamsleifar 4 einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar. Undirbúið var að kafa eftir þeim en þar sem veður er að versna hratt var ákveðið að hætta aðgerðum enda ekki hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni. Öllum aðgerðum á Þingvallavatni var í kjölfarið hætt en björgunaraðgerðir hefjast um leið og veður leyfir. Aðstandendur hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila fyrir þeirra störf undanfarna daga.

Flugstjóri vélarinnar var reyndur flugmaður á fimmtugsaldri og hét Haraldur Diego. Farþegarnir þrír voru á ferðalagi um Ísland.

Belgíski áhrifavaldurinn og ævintýramaðurinn Nicola Bellavia, 32 ára, var um borð í vélinni. Þá var bandaríski áhrifavaldurinn og hjólabrettakappinn Josh Neuman, 22 ára, einnig meðal farþega vélarinnar. Þriðji farþeginn var hinn hollenski Tim Alings. Hann starfaði á vegum fatalínunnar Suscpicious Antwerp.