Skimun Hátt í tvö þúsund greindust með veiruna á föstudag.
Skimun Hátt í tvö þúsund greindust með veiruna á föstudag. — Morgunblaðið/Eggert
Alls greindust 1.415 kórónuveirusmit innanlands á laugardag og 39 á landamærunum samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Enn fleiri greindust á föstudaginn, 1.856 smit alls innanlands en þar af voru 25 smit á landamærunum.

Alls greindust 1.415 kórónuveirusmit innanlands á laugardag og 39 á landamærunum samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.

Enn fleiri greindust á föstudaginn, 1.856 smit alls innanlands en þar af voru 25 smit á landamærunum. Það er metfjöldi smita á einum degi, 600 fleiri en daginn þar á undan.

Kona á sjötugsaldri lést á gjörgæsludeild Landspítalans á föstudag vegna Covid-19-veikinda.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítalans í gær liggja nú 26 sjúklingar þar inni með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél.

Nú eru 9.373 sjúklingar undir eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.295 börn. Covid-sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 216.