Gleði Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi í ár.
Gleði Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi í ár.
Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Stefnt er að því að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina í ár. Þetta segir í tilkynningu frá UMFÍ.

Ari Páll Karlsson

ari@mbl.is

Stefnt er að því að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina í ár. Þetta segir í tilkynningu frá UMFÍ.

Mótið átti upprunalega að fara fram verslunarmannahelgina 2020 en hefur verið frestað í tvígang vegna faraldurs kórónuveirunnar. Síðast fór mótið fram á Höfn í Hornafirði verslunarmannahelgina 2019.

„Miðað við jákvæða þróun faraldursins og fyrirhugaðar afléttingar er gert ráð fyrir því að Unglingalandsmót UMFÍ fari fram á Selfossi um verslunarmannahelgina,“ segir í tilkynningunni.

Þá munu mótsgestir geta tekið þátt í meira en 20 íþróttagreinum á daginn og farið með fjölskyldu og vinum öll kvöldin.

„Unglingalandsmót UMFÍ er komið aftur á dagskrá. Það er auðvitað mikið lagt á sjálfboðaliða að undirbúa það í fjögur ár. En það er enginn bilbugur á okkur. Nú er þriðja atlagan hafin að því að halda mótið og enginn hefur skorast undan,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ.

Þórir segir jafnframt að framlag sjálfboðaliða fyrir undirbúninginn síðustu tvö ár nemi alls 1.096 vinnustundum, sem jafngildir átta stunda vinnudegi á hverjum degi í hálft ár, en hann hefur haldið utan um upplýsingar um framlag sjálfboðaliða.

Ásamt UMFÍ standa að mótinu Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og sveitarfélagið Árborg.