Jazzklúbburinn Múlinn hefur vordagskrá sína með tónleikum til heiðurs Benny Goodman og Charlie Christian í Flóa Hörpu í kvöld kl. 20.
Jazzklúbburinn Múlinn hefur vordagskrá sína með tónleikum til heiðurs Benny Goodman og Charlie Christian í Flóa Hörpu í kvöld kl. 20. „Á tónleikunum leikur hljómsveitin nokkur af þekktustu lögum þeirra félaga sem og nokkur önnur vel valin lög frá fjórða áratug síðustu aldar sem oft hefur verið nefndur gullöld djassins. Gítarleikarinn Charlie Christian er oft nefndur faðir djassgítarsins en hann lést einungis 26 ára að aldri árið 1942. Síðustu ár ævi sinnar starfaði hann í hljómsveit Bennys Goodmans sem var stórstjarna á þessum tíma og hljóðrituðu þeir nokkur af þekktustu ópusum djasssögunnar,“ segir í kynningu tónleikanna. Kvintettinn skipa Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett, Snorri Sigurðarson á trompet, Erik Qvick á trommur og Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa.