Verðbólgan mælist 5,7% á ársgrundvelli. Án húsnæðis er hún hins vegar 3,7%. Á því er reginmunur. Fasteignamarkaðurinn er þembdur í meira lagi og skýringanna er ekki nema að hluta að leita í þeirri staðreynd að vextir hafa lækkað skarpt.

Verðbólgan mælist 5,7% á ársgrundvelli. Án húsnæðis er hún hins vegar 3,7%. Á því er reginmunur. Fasteignamarkaðurinn er þembdur í meira lagi og skýringanna er ekki nema að hluta að leita í þeirri staðreynd að vextir hafa lækkað skarpt. Það hefur lengi legið fyrir að húsnæðisskortur væri í landinu. Samtök iðnaðarins hafa árum saman bent á að of lítið er byggt.

Þar bera ýmsir ábyrgð en þó er ljóst að ekkert verður byggt nema lóðir séu í boði. Þar bera sveitarfélögin ábyrgð og langmesta það þeirra sem ber ægishjálm yfir öll hin hvað stærð og slagkraft varðar.

Frægt varð fyrir kosningarnar í fyrra þegar Logi Einarsson, í nauðvörn fyrir borgarstjórann, lýsti því yfir að einbýlishúsalóðir væru „hilluvara“ í ráðhúsinu. Eftirgrennslan sem tók þrjár mínútur leiddi í ljós að hillurnar voru ekki tómar, þær voru galtómar og engin lóð á lausu. Reykjavíkurborg úthlutar engum lóðum nema á þéttingarreitum (þótt olíufélögin virðist á sérsamningi í þeim efnum). Þegar langstærsta sveitarfélagið lokar á framboðið sem grundvallar framþróun húsnæðismarkaðarins verður stórslys. Hjá því er ekki komist.

Til að setja þessa hluti í samhengi er ágætt að skoða nýjar tölur Þjóðskrár yfir íbúafjölda eftir sveitarfélögum sem uppfærðar voru 1. febrúar síðastliðinn. Þar kemur fram að í Reykjavík búa nú 135.681. Það er 36% allra Íslendinga. Frá 1. desember hefur íbúum þessa langstærsta sveitarfélags aðeins fjölgað um 160 eða 0,1%. Í ástandi þar sem markaðurinn er spenntur og veldur tjóni fyrir allan almenning þyrfti borgin að gera betur. Sá sem ber ábyrgð á þessu ástandi er borgarstjórinn í Reykjavík. Hann rembdist þó eins og fuglinn ljúfi við staurinn og neitar allri ábyrgð. Þeir eiga það sameiginlegt að þeir eiga furðugott með að felast.