Gulls ígildi Fái Festi heimild til að reisa 15 þúsund fermetra byggð á lóðinni við Ægisíðu 102, má meta verð lóðarinnar á 1,5-1,8 milljarða króna. Festi greiðir ekkert fyrir lóðina og heldur ekki innviðagjöld sem nú tíðkast víða.
Gulls ígildi Fái Festi heimild til að reisa 15 þúsund fermetra byggð á lóðinni við Ægisíðu 102, má meta verð lóðarinnar á 1,5-1,8 milljarða króna. Festi greiðir ekkert fyrir lóðina og heldur ekki innviðagjöld sem nú tíðkast víða. — Morgunblaðið/Þórður
Heimildir Morgunblaðsins herma að algengt fermetraverð á lóðum í Reykjavík liggi nú á bilinu 100-120 þúsund krónur. Fyrir tveimur árum mat ráðgjafi borgarinnar verðið að jafnaði 50 þúsund krónur.

Heimildir Morgunblaðsins herma að algengt fermetraverð á lóðum í Reykjavík liggi nú á bilinu 100-120 þúsund krónur. Fyrir tveimur árum mat ráðgjafi borgarinnar verðið að jafnaði 50 þúsund krónur. Verðið hefur því að minnsta kosti tvöfaldast á innan við tveimur árum.

Hið síhækkandi lóðaverð færir gríðarleg verðmæti í hendur olíufélaganna sem hafa undirritað samninga um fjölda lóða sem í dag eru lagðar undir bensínstöðvar, en ætlunin er að breyta í blandaða byggð íbúðabyggðar og atvinnuhúsnæðis.

Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa kallað eftir fundargerðum samninganefndar borgarinnar, sem leiddi vinnuna við gerð fyrrnefndra samninga. Dagur B. Eggertsson hefur sagt frá því að nefndin hafi átt yfir 60 fundi við fulltrúa olíufélaganna frá árinu 2019 og að þeir hafi leitt til samninganna sem um ræðir. Leynd hvílir yfir gögnunum en borgarfulltrúar hafa fengið að heimsækja gagnaherbergi í Ráðhúsi Reykjavíkur og fletta í gegnum gögn á spjaldtölvu sem þar hefur verið komið fyrir. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þar sé að mestu gripið í tómt og ómögulegt að átta sig á markmiðum og framvindu mála, þar sem milljarða hagsmunir borgarbúa voru undir.

ViðskiptaMogginn