Reiknað er með að Seðlabankinn greini frá vaxtahækkun í dag.
Reiknað er með að Seðlabankinn greini frá vaxtahækkun í dag. — Morgunblaðið/Ómar
GENGISMÁL Miðgengi evru var 142,4 krónur í gær og þarf að leita aftur til tímans fyrir kórónuveirufaraldurinn til að finna sambærileg gildi. Þannig kostaði evran tæplega 143 krónur vikuna áður en faraldurinn hófst með fullum þunga í marsmánuði 2020.

GENGISMÁL

Miðgengi evru var 142,4 krónur í gær og þarf að leita aftur til tímans fyrir kórónuveirufaraldurinn til að finna sambærileg gildi. Þannig kostaði evran tæplega 143 krónur vikuna áður en faraldurinn hófst með fullum þunga í marsmánuði 2020.

Með því er að rætast sú spá Analytica, sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum fyrr á þessu ári, að krónan myndi styrkjast í ár. Samkvæmt miðgildi þeirrar spár mun evran kosta um 135 kr. í árslok.

„Verðbólguþrýstingur er nokkur og horfur á að Seðlabankinn haldi áfram í vaxtahækkunarferli. Búast má við að þetta leiði til aukins vaxtamunar við útlönd og styðji við gengi krónunnar,“ sagði Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, af því tilefni. Þau orð vekja athygli í ljósi styrkingar krónu en greiningaraðilar vænta almennt að Seðlabankinn hækki vexti í dag. baldura@mbl.is